Hvað er í gangi

Það var ansi góð setnig sem ég heyrði í sjónvarðinu í gær, það var íslenski arkitektinn í París sem skildi ekkert í flölmiðlum á íslandi ,, það er eins og allir eigi að vera sí brosandi" kannski er það bara rétt hjá honum að fjölmiðlar hér eru alveg í ökkla eða eyra, gleði eða stór damatík!

Ég er oft hissa á frétta flutningi en ég trúi þessu sjálfur oftast eins og nýju neti, en aftur þegar ég þekki söguna sjálfur þá eru fréttirnar oft ansi mikið á skjön við hana.

Til að mynda þá var ríkisstjórnin að bjóða út háaraða net í dreibýli um daginn, sem er ekki í frásögu færandi nema að þar var útboðið siðið að 1-2 fyrirtækjum sem hafa notið mikilla stykja úr fjarskiptasjóði undanfarið. Þetta hefur þá í för með sér að mörg fyrirtæki sem hafa verið að hasla sér völl á landsbyggðinni og sinna þessari þjónustu, og veðsetja fjölskyldur eigenda til þess, er  stillt upp á mótiríkisstyrktri þjónustu stórfyrirtækja í Reykjavík, sem kippir öllum rekstar grundvelli undan þessari starfssemi á landsbyggðinni. Þarna sína ráðamenn þjóðarinnar sitt rétta andlit, fyrir kosningar fara þeir um landið og tala fjálglega um atvinnu uppbyggingu á landbyggðinni (ath. ca 40% landsmanna búa enn þar) en svona eru efndirnar. Það er sama hvar á er litið þá er leitun að stjórnvalds aðgerð síðustu 15 ár sem ekki hefur endað íþyngjandi fyrir landsbyggðina (landsbyggðin er það sem stendur utan 1 klst. aksturs frá Reykjavík).

Ég spyr er sjálfsagt að þrengja markvisst að 40% landsmanna og neyða þá í gjaldþrot eða örbyrgð ?

Við lansbyggðar ómagarnir megum sætta okkur við að  vera ekki gjaldgeng í  lánastofnunum , fasteigirnar lækka stöðugt  en lánin hækka í takt við fasteigna verð í Reykjavík og nágr., ef við þurfum til læknis td. í myndatöku eða augnlækni (sérfrðinga almennt) þá er sjálfsagt að við tökum okkur 2 daga úr vinnu og greiðum úr eigin vasa tugi þúsunda í ferðakostanað að auki.

Staðan er sú að lang flestir þeir sem búa á landsbyggðinni eru komnir í átthaga fjötra þeir verða bara að tóra og láta sér vel lík, að njóta heibrigðis þjónustu, fjáhagslegs sjáfstæðis og uppbyggingu eigna og atvinnu er frátekið fyrir fólkið innan klukkutíma aksturs frá Reykjavík


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Sæll Stefán!

Hann var góður Arkitektinn í gærkveldi.

Það er mikið til í því að "Fréttablöðin" ráði miklu um tár og bros landsmann.

Vertu heppin að fá að búa á þessum fallega og góða stað sem Höfn er, það er ekkert að sækja til okkar hér í borginni. Við erum líka bundin átthagafjötrum, það er líka erfitt fyrir okkur að flytja út á land.

Njóttu kvöldsins !

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 31.3.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband