Nú er loksins betri tíð !

Við lítilmagnarnir sem höfum staðið í atvinnurekstri og nýsköpun eigum aldeilis von á betri tíð, því núna eigum við að bjarga skútunni (eins og þrælar á galeiðu). Nú á aldeilis að spýta í og örva okkur smá fyrirtækin. En eins og sjá má á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er gnótt styrkja og stuðnings í boði, að vísu ef vel er að gáð þá er aðeins um að ræða styrki til kaupa á ráðgjöf (nær allir takmarkaðir við ráðgjafa NMÍ) að hálfu á móti fyrirtækjunum. Ég viður kenni að ég er bara iðnaðarmaður en er þetta ekki bara verið að dulbúa og tvöfalda um leið hluta af rekstrafé NMÍ ? Ætli það sé almennt svo að það sé það mest áríðandi að fá ráðgjöf fyrir hundruðir þúsunda og leggja jafnt á móti til að koma á stað fyrirtæki og nýsköpun ?

Ég er nefnilega helst á því að þarna sé ákveðin Parkinsons einkenni í gangi, margir skriffinnar í vinnu og lítur mjög vel út pólitískt (t.d. rullur Össurar að undanförnu).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband