Einkaher hvað ?

Það gengur alveg framaf mér afstaða Vinsrti grænna í mái alilanna sem vilja nýta príma aðstöðu sem er á Keflavíkur velli til að reka þaðan þotur. Jú klárlega voru þær smíðaðar til hernaðar nota, en það var líka margt annað sem dæmi, ratsjár, flugvélar, tölvur og margt annað sem er notað í daglegu lífi. Eftir fréttum að dæma er aðeins um flugvélar, rekstur og viðhald þeirra, að ræða en ekki vopn.

Möguleikarnir í atvinnusköpun varðandi þennan rekstur eru svo gríðarlegir að það hlítur að vega þyngra en til hvers tækin voru smíðuð. Þarna er verið að tala um að margir flugvirkjar og flugmenn fengju störf. Það er heldur ekki erfitt að sjá fyrir sér að í tengslum við þetta byggist upp viðhaldsstöð sem tekur aðsér meiriháttar viðhald fyrir eigendur alvöru herþotna, og flugþjálfunar miðstöð fyrir þjálfun flugmanna á svona tæki.

Það er umhugsunar vert í ljósi þess að allt flug íslendinga var rekið á gömlum herflugvélum um áratuga skeið að nú skuli uppruni tækjanna skipta meiru máli en stöf og tekjumöguleikar. Þá má vel hugsa sér að gagnaverin verði bönnuð næst þar sem óumdeilt er að tölvan var upprunalega hergagn og er það enn í dag, hvar á að draga mörkin. Á þessari starfsemi er nær enginn munur og á leiguþotna út gerð Alanta sem þótti gott mál bara önnur gerð af vélum, og öll aðstaða er til sér hönnuð til rekturs þeirrar gerðar véla sem um er rætt.

Grannar okkar Svíar eru, þrátt fyrir að heita hlutlaus og friðelskandi þjóð, á bekk stærstu hergagna framleiðenda heims, stríðin hætta ekki þó að aðrir fái auranna sem í þau er eytt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband