Kosningar og háhraða nets tengingar

Í tilefni kosninga hér í minni sveit eru ýmisar fullyrðingar í gangi varðandi internet tengingar í sveitum, oft og ætíð heyrir maður fullyrðingar sem eru á misskilningi eða sögusögnum byggðar.

Hér í sveit eru búin að vera mjög misjöfn netgæði gegnum tíðina og meðan ég hef þjónustað sveitunga mína eru málin búin að þróast frá mótaldi um síma línu, síðan ISDN, 3G, WiMax, WiFi og sumstaðar ljósleiðari hér á svæðinu. Það sem helst varðar mig er að ég ákvað sem framkvæmda stjóri Martölvunnar 2007 að reyna að byggja upp þolanlegt netsamband fyrir sveitunga mína, en hugmyndin var aðallega að fólk hér á svæðinu hefi bæði kost á góðu neti og að peningarnir sem greiddir eru fyrir notkunina skilji eitthvað eftir í sveitarfélaginu. Þá var einnig í burðarliðunum útboð á internettengingum í dreifbýli, þar sem Fjarskiptasjóður myndi niðurgreiða til fjarskiptafyrirtækja rekstur á dreifbýlis nettengingum sem ekki standa sjálfar undir rekstri. Til að geta tekið þátt í útboðinu þurftu viðkomandi aðilar að vera skráð fjarskiptafyrirtæki með fjarskipta kerfi í rekstri, til að gera langa sögu stutta fór þess á leit við sveitarfélagið að koma með í þetta verkefni ásamt öðum fyrirtækium hér á sama sviði, því var allstaðar fálega tekið og úr varð að Martölvan ehf. byggði upp WiMax net á Mýrum, en það var hagstæðast að byrja þar og næst því að standa undir kostnaði. einnig nægði það til að uppfylla kröfur um að mega bjóða í fjarskiptaþjónustu í dreifbýli fyrir fjarskiptasjóð. En ætlunin var að bjóða í þjónustu á svæðinu frá Álftaverum til  Breiðdals. Dreifing á þessu svæði var hönnuð og allt reiknað og klárt il að bjóða í þjónustuna þegar á kynningar fundi hjá fjarskiptasjóði breyting inn í útboðgögnin frá Kristjáni Möller þáverandi samgönguráðherra að bjóða í þjónustu fyrir allt landið og vera með 800 XXXX þjónustunúmer sem væri opið allan sólarhringinn, þrátt fyrir að vera í samstarfi við fyrirtæki um allt land um að bjóða sameiginlega í verkefnið, komu nýjar kröfur sem útilokuðu flest fyrirtæki á markaði, þá lá ljóst fyrir að búið var að ákveða að semja við Símann. Samkvæmt útboðsgögnum átti að vera lágmark 2 MBit stöðug nettenging QoS hæf (Quality of Service) sem er hæf fyrir síma þjónustu ofl. og hlutfall dreifingar á móti bakneti 40:1 það þýðir að 2 Mbit tenging á internet stendur undir að selja 40 x 2Mbit tengingar til notenda en þetta er viðtekið hlutfall hjá fjarskiptafyrirtækjum á heimsvísu. Netið sem Martölvan setti upp er 2 - 8 Mbit þjónustutenging með QoS, sem var sett upp og tengt á 10 Mbit ljósleiðara tengingu, gert var ráð fyrir að 20 notendur stæðu undir fjárfestingunni og tekjur yrðu af henni á 4. ári. Vegna þess að endabúnaður hjá notendum kostaði 90 - 140 þúsund neyddumst við til að taka stofngjald upp á 30 þúsund framan af, en þar sem Síminn bauð WiMax var stofngjald upp á tæp 70 þúsund.

Síminn hinsvegar leysti málið með 3G sem ekki stóð kröfurnar sem settar voru í útboðinu en fengu samt tugi þúsunda greidd með hverri tengingu, hinsvegar stóð WiMax kerfin allar kröfur án þess að njóta ríkis eða annarra obinberra styrkja.

Það var ákvörðun margra sem netið náði til að, nýta sér ekki þjónustuna og aðeins urðu notendur 12 af áætluðum 20, sem þá einnig hafði þau áhrif að gagna verð fyrir netið náðist ekki nægilega vel niður en framan af þurftum við að greiða 1500 kr. pr GB en það er komið niður í um 400 kr. og hafa þessa lækkanir allar farið beint til áskrifenda í auknu inniföldu gagnamagni og lækkun á umfram notkun, hinsvegar er staðreyndin sú að Síminn selur heimilum 10 GB pakkann á 1600 kr. eða aðeins um þriðjungs verði af því sem Martölvunni er gert að greiða fyrir þetta á ljósleiðara tengingunni. WiMax kerfið hefur reynst ákaflega vel og verið mjög stöðugt og tengigæði betri en á ADSL á Höfn. Í dag eru notendur með allt að 8 Mbit til sín og 2 frá sér og innifalið í 7.900 kr áskrift sem hefur það verð hefur aðeins hækkað 1 sinni frá 2007 og eru 10 GB frá útlöndum innifalin, ólikt því að í 3G eru öll gögn mæld bæði til og frá notanda sem samanlagt myndar notkunina.

Um svipað leiti var farið í ljósleiðaravæðingu í Öræfum með gríðarlegum tilkostnaði mig minnir að það hafi verið um 300 -500 þúsund stofn kostnaður á hvern tengdan stað, og eftir 2 ára rekstur leysti sveitarfélagið það til sín með yfirtöku uppá tugi milljóna. Á liðnu ári var ákveðið að halda áfram ljósleiðaravæðingu í Suðursveitinni á kostnað útsvarsgreiðanda hér en ekki liggur fyrir hver kostnaðurinn er af því, bara sögusagnir um að hann sé ærinn. Hinsvegar þegar Martölvan var loksins búin að eignast kerfið eftir hrun með 3 földun lána osvf. og loksins byrjað að skila tekjum vildi Sveitarfélagið Hornafjörður kaupa kerfið af Martölvunni þar sem ljósleiðaravæðing væri í farvatninu og best væri að Vodafone hefði rekstur þess eins og Öræfa kerfisins, úr varð að þeir keyptu kerfið nokkuð undir afskrifta verði, hinsvegar hefur rekstur þess ekki enn færst til Vodafone. Ég get ekki annað en þakkað sveitarfélaginu fyrir að kaupa kerfið en það hefði að sjálfsögðu verið verðlaust og ónýtt annars. engu að síður hefur Vodafone dreifkerfi sveitarfélagsins til afnota og hefur af þeim tekjur án útboðs og án þess að nokkrum öðrum hafi verið gefinn kostur á að skaffa þjónustu um kerfin. En samkvæmt fjarskipalögum er kvöð um slíkt þegar almennt fjarskiptanet er annars vegar, og þess má geta að alla tíð hefur það verið mögulegt og nokkrar tengingar verið með þeim hætti í dreifikerfi Martölvunnar.

Martölvan hefur ekki hagnast á þessu framtaki sem er allt í góða lagi en hinsvegar hafa gengið sögusagnir um gæði, kostnað þjónustunnar, þjónusta ófáanleg og margt fleira og hefur mér meðal annars borist skriflegar rangfærslur af þessu tagi frá Búnaðarsambandi Mýramanna, en í því bréfi er ýmislegt fullyrt sem ekki á við rök að styðjast sennilega af fólki sem hefur ekki einu sinni óskað eftir upplýsingum um verð og eða framboð þjónustu, en reka engu að síður fastan áróður þess efnis að þeir eigi ekki kost á nettengingum sem er alrangt og var afþakkað á sínum tíma, en frá 2007 hefur ekki verið óskað eftir tengingum af þeim sem kost eiga á þeim og eru ekki þegar tengdir WiMax netinu. Ég meira að segja var eitt sinn kynntur fyrir þingmönnum framsóknarflokksins sem þjófurinn sem stal Fjarskiptasjóðs peningunum af viðkomandi.

Sjálfur tel ég að allir eigi að hafa frelsi til að sínar skoðanir og val, en tel engu að síður að frelsi fylgi ábyrgð, frelsi er ekki til þess að fara með ósannindi og vega að heiðri fyrirtækja og einstaklinga.

Ég hinsvegar get illa skilið hvernig það tryggir betur vöxt og viðgang samfélags að eyða peningunum út úr samfélaginu freka en í því, en vaxandi viðskiptahalli samfélaganna er líklega það sem verst fer með minni samfélögin um allt land, en stærsti hluti viðskipta almennings á landsbyggðinni myndar ekki hagnað í samfélögunum heldur aðeins á suðvestur horninu, þess vegna vaxa þessi samfélög ekki og blæðir út, eru sífellt í varnar baráttu osvf.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skilaboð til Hafnarbúa og Nærsveitunga : Verslum í HEIMABYGGÐ <3 MARTÖLVAN er FRÁBÆRT fyrirtæki og hefur ALLTAF verið <3 Ég var ALLTAF ánægður viðskiptavinur þeirra og ALDREI neitt VESEN !!! EN hér í Hafnarfirði í gegnum HELV... Stöð 2. BARA ÖMURLEGT endalaust vesen með Stöð 2.og allar stöðvar og svo FRÝS Tölvan í tíma og ótíma og EKKI er SÍMINN skárri, þú kaupir PAKKA á kr.9.900.Internet,sími og 10 GB ( held ég að það heiti ) og alltaf eitthvað VESEN en færð REIKNING uppá kr.15.000.- Hvað á það að fyrirstilla ? Óþolandi bara, ég nota heimasímann MJÖG lítið, svo ekki getur verið að ég fari yfir " kvóta " !

Elskurnar mínar á Höfn, ég sakna YKKAR og hafið það sem ALLRA BEST og VERSLIÐ við Martölvuna <3 KOMIÐ Martölvunni á FULLT SKRIÐ AFTUR <3

Ástarkveðja,

Hanna Andrea

Hanna Andrea Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.5.2014 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband