Nú er loksins betri tíð !

Við lítilmagnarnir sem höfum staðið í atvinnurekstri og nýsköpun eigum aldeilis von á betri tíð, því núna eigum við að bjarga skútunni (eins og þrælar á galeiðu). Nú á aldeilis að spýta í og örva okkur smá fyrirtækin. En eins og sjá má á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands er gnótt styrkja og stuðnings í boði, að vísu ef vel er að gáð þá er aðeins um að ræða styrki til kaupa á ráðgjöf (nær allir takmarkaðir við ráðgjafa NMÍ) að hálfu á móti fyrirtækjunum. Ég viður kenni að ég er bara iðnaðarmaður en er þetta ekki bara verið að dulbúa og tvöfalda um leið hluta af rekstrafé NMÍ ? Ætli það sé almennt svo að það sé það mest áríðandi að fá ráðgjöf fyrir hundruðir þúsunda og leggja jafnt á móti til að koma á stað fyrirtæki og nýsköpun ?

Ég er nefnilega helst á því að þarna sé ákveðin Parkinsons einkenni í gangi, margir skriffinnar í vinnu og lítur mjög vel út pólitískt (t.d. rullur Össurar að undanförnu).


Hvað er í gangi

Það var ansi góð setnig sem ég heyrði í sjónvarðinu í gær, það var íslenski arkitektinn í París sem skildi ekkert í flölmiðlum á íslandi ,, það er eins og allir eigi að vera sí brosandi" kannski er það bara rétt hjá honum að fjölmiðlar hér eru alveg í ökkla eða eyra, gleði eða stór damatík!

Ég er oft hissa á frétta flutningi en ég trúi þessu sjálfur oftast eins og nýju neti, en aftur þegar ég þekki söguna sjálfur þá eru fréttirnar oft ansi mikið á skjön við hana.

Til að mynda þá var ríkisstjórnin að bjóða út háaraða net í dreibýli um daginn, sem er ekki í frásögu færandi nema að þar var útboðið siðið að 1-2 fyrirtækjum sem hafa notið mikilla stykja úr fjarskiptasjóði undanfarið. Þetta hefur þá í för með sér að mörg fyrirtæki sem hafa verið að hasla sér völl á landsbyggðinni og sinna þessari þjónustu, og veðsetja fjölskyldur eigenda til þess, er  stillt upp á mótiríkisstyrktri þjónustu stórfyrirtækja í Reykjavík, sem kippir öllum rekstar grundvelli undan þessari starfssemi á landsbyggðinni. Þarna sína ráðamenn þjóðarinnar sitt rétta andlit, fyrir kosningar fara þeir um landið og tala fjálglega um atvinnu uppbyggingu á landbyggðinni (ath. ca 40% landsmanna búa enn þar) en svona eru efndirnar. Það er sama hvar á er litið þá er leitun að stjórnvalds aðgerð síðustu 15 ár sem ekki hefur endað íþyngjandi fyrir landsbyggðina (landsbyggðin er það sem stendur utan 1 klst. aksturs frá Reykjavík).

Ég spyr er sjálfsagt að þrengja markvisst að 40% landsmanna og neyða þá í gjaldþrot eða örbyrgð ?

Við lansbyggðar ómagarnir megum sætta okkur við að  vera ekki gjaldgeng í  lánastofnunum , fasteigirnar lækka stöðugt  en lánin hækka í takt við fasteigna verð í Reykjavík og nágr., ef við þurfum til læknis td. í myndatöku eða augnlækni (sérfrðinga almennt) þá er sjálfsagt að við tökum okkur 2 daga úr vinnu og greiðum úr eigin vasa tugi þúsunda í ferðakostanað að auki.

Staðan er sú að lang flestir þeir sem búa á landsbyggðinni eru komnir í átthaga fjötra þeir verða bara að tóra og láta sér vel lík, að njóta heibrigðis þjónustu, fjáhagslegs sjáfstæðis og uppbyggingu eigna og atvinnu er frátekið fyrir fólkið innan klukkutíma aksturs frá Reykjavík


Hvað skiptir máli ? Verð á skinkubréfi eða vextir

Það er mjög einkennilegt hvernig hægt er að halda umræðunni um afkomu íslendinga í þvargi um samanburð á verði skinkubréfa, kjúklinga og þess háttar smámunum. Á meðan er hinn almenni borgari  að  greiða um þriðjungi hærra verð fyrir húsnæðið sem hann býr í bara vegna verðtryggingar og vaxta ! Í Svíþjóð eru um 3% vextir á húsnæðislánum og engin verðtrygging, ég skora á alla að fara sjálfir og nota lánareikni vél á net banka td. á landsbanki.is og reikna þar lánin á sínu húsi annarsvegar í íbúðalánum hins vegar til sama tíma sem skuldabréf m. 3% vöxtum og óverðtryggt. Ég setti að gamni inn 20 millj. til 25 ára á báða, staði skuldabréfs lánið kostar 27,6 millj. að borga og húsnæðislánið hjá bankanum 39 millj. þarna munar um 11 millj. á þessu láni sem er ekki ýkja hátt miðað við fasteigna verð. Hvað eru 11 milljónir eiginlega mikið ? Svari hver fyrir sig hve mörg árslaun það eru fyrir eða eftir skatta, en ef við komandi er með 250 þús á mánuði í heildarlaun er þetta hartnær 4 ára heildarlaum (44 mánuðir) og má leiða líkum að ef miða er við eftir skatt þá eru það öll laun í nærri 5 ár (57 mánuði).

Með það sem að ofan er ritað í huga, er það þá bara í góðu lagi að óstöðugur gjaldmiðill sem allir sem hafa aðstöðu og efni á eru að flýja og fylgjandi verðtrygging taka af okkur fleiri ára laun?

Hvaða máli skiptir verð á kjúklingum og skinku ???


Væri ekki ráð að taka ráð Björgólfs og taka upp Svissneska frankann, og losa við okur vexti og verðtryggingu !!


Menntastefna...

Heimir ég er að spegulera !

Íslendingar eiga besta mennta kerfi í heimi [Yesss]. Ég tel að við höfum bara virkilega gott og frambærilegt menntakerfi... ENNN.

Okkar æska er alinn upp við að ekki sé neitt þess virði að læra sem ekki er á háskólastigi. Þeir sem ekki fíla háskólanám eru looserar sem verða fyllibyttur og fíklar.  Erum við ekkert farin framúr okkur með þetta háskóla æði. Er ekki sumt sem er á háskóla stigi ekki betur komið sem starfsnám ?

Tökum dæmið af fóstrum (nú leikskólakennari), samfélagið er tilbúið að greiða þessu góða fólki, sem enginn vill vera án, á bilinu 120-200 þús (óábyrgar tölur, bara það sem ég hef heyrt) en við krefjumst 7 ára framhaldsnáms þar af 3 í háskóla. Þetta kostar þetta góða fólk um 2.5 milljónir á ári og er þá bara tekinn kostnaðurinn sem það leggur út, en síðan er kostnaður umtalsverður hjá hinu opinbera að auki. Það þýðir að það kostar þau 17.5 milljónir að ljúka þessu námi sem ef öll laun þeirra renna til að greiða upp tekur milli 8 - 9 ár að greiða ! Mér finnst þetta ekki í lagi, það er eitthvað ekki að ganga upp. Mér finnst þarna vera borðleggjandi að þetta væri 3-4 ára starfsnám á framhaldsskólastigi sem myndi aðeins kosta þau 10 milljónir og aðeins um 5 árslaun að greiða. Nema.... almenn samstaða verði um að hækka skatta til að borga fólkinu betur.

Af þessu dæmi að ofan má draga þá ályktun að jafnvel þó menntun sé góð þá þarf að vera fjárhagslegar forsendur fyrir fjárfestingunni í henni. Þó er að sjálfsögðu einhverjar undantekningar þar á í fámennum en bráðnauðsynlegum stéttum. Ég er alveg á því að allir eigi að geta valið sér leið í lífinu, en það þarf að búa svo um að það sé jafnvægi milli kostnaðar og tekna.

Að lokum þá mælist ég til, í anda menntastefnu, að byggður verði Háskóli á Gjögri, þar sem í boði er BS, MS .... nám til ráðherra og tel að hæfilegt væri að innrita um 200 nema á önn í þetta 7 ára nám. (það stæði þó undir kostnaði).


Sjáfbær nýting nárrúru auðlinda....fyrir hverja

Í tilefni af umræðu um þorskinn álverin og fleira, þá fer maður að spá. Ef markmið veiðistjórnunar kerfisins okkar (kvótakerfisins) er sjálfbærar veiðar, þá er alveg morgunljóst að það er ekki að ná markmiðum sínum. Eftir 20 ár eru fiskistofnarnir á heljarþröm, og ef skoðuð eru opinberu línu og súluritin sem birt hafa verið virðist, umfarm veiðar síst hafa skaðað afkomu stofnana. En nú heyrast þau rök að ekki megi hrófla við þessu kerfi vegna þess að þá hættum við á að vera ekki talin veiða skv. sjálfbærri nýtingar stefnu. En er málið ekki í raun ef farið er eftir þessari veiðistýringu sem virðist ekki vera sjálfbær, erum við kannski að fórna stimplinum um sjálfbæra nýtingu fiskistofna.

Þá víkur að hinum málunum, ef við erum ekki tilbúin að nýta náttúruna á skynsamlegan hátt sveltum við, þannig að ekki er komist hjá að virkja osvf. ef halda á uppi vaxandi velsæld, hmmm. En það er hinsvegar annað mál hvort við eigum að ver ódýr orku uppspretta fyrir erlend stórfyrirtæki. Hvernig var með vetnið og margt fleira ?

Nei, við erum eins og dráttarhestar með spjöld við augun og ekkert er til nema ál.. og netþjónabú. Já það er ekki mikill munur þar á, því líklega er um stórar skemmur með fullt af tækjum, köplum og rafmagni að ræða í báðum tilfellum. En fyrir hverja ?

Þá er ráðið fólk í störf sem ekki hugnast okkar æsku að læra eða leggja fyrir sig, en það er nefnilega málið það vilja fæstir læra tækni tengdar greinar, frekar viðskiptafæði og græða í banka, en það á enginn að gera það tæknilega fært. Málið er að, álver, netþjónabú, ferðaþjónusta og margt annað sem verið er að reyna að byggja upp, að aðeins er um að ræða að ráða erlent vinnuafl til verkana, selja aðgang að ódýru umhverfis og náttúru vænu rafmagi, sem að auki má helst ekki virkja vega náttúruverndar !  

Er ekki kominn tími á að skoða hvað komandi kynslóðir vilja vinna við og hvernig við getum skapað skilyrði til að það gangi ?


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband