Færsluflokkur: Bloggar

Menntastefna...

Heimir ég er að spegulera !

Íslendingar eiga besta mennta kerfi í heimi [Yesss]. Ég tel að við höfum bara virkilega gott og frambærilegt menntakerfi... ENNN.

Okkar æska er alinn upp við að ekki sé neitt þess virði að læra sem ekki er á háskólastigi. Þeir sem ekki fíla háskólanám eru looserar sem verða fyllibyttur og fíklar.  Erum við ekkert farin framúr okkur með þetta háskóla æði. Er ekki sumt sem er á háskóla stigi ekki betur komið sem starfsnám ?

Tökum dæmið af fóstrum (nú leikskólakennari), samfélagið er tilbúið að greiða þessu góða fólki, sem enginn vill vera án, á bilinu 120-200 þús (óábyrgar tölur, bara það sem ég hef heyrt) en við krefjumst 7 ára framhaldsnáms þar af 3 í háskóla. Þetta kostar þetta góða fólk um 2.5 milljónir á ári og er þá bara tekinn kostnaðurinn sem það leggur út, en síðan er kostnaður umtalsverður hjá hinu opinbera að auki. Það þýðir að það kostar þau 17.5 milljónir að ljúka þessu námi sem ef öll laun þeirra renna til að greiða upp tekur milli 8 - 9 ár að greiða ! Mér finnst þetta ekki í lagi, það er eitthvað ekki að ganga upp. Mér finnst þarna vera borðleggjandi að þetta væri 3-4 ára starfsnám á framhaldsskólastigi sem myndi aðeins kosta þau 10 milljónir og aðeins um 5 árslaun að greiða. Nema.... almenn samstaða verði um að hækka skatta til að borga fólkinu betur.

Af þessu dæmi að ofan má draga þá ályktun að jafnvel þó menntun sé góð þá þarf að vera fjárhagslegar forsendur fyrir fjárfestingunni í henni. Þó er að sjálfsögðu einhverjar undantekningar þar á í fámennum en bráðnauðsynlegum stéttum. Ég er alveg á því að allir eigi að geta valið sér leið í lífinu, en það þarf að búa svo um að það sé jafnvægi milli kostnaðar og tekna.

Að lokum þá mælist ég til, í anda menntastefnu, að byggður verði Háskóli á Gjögri, þar sem í boði er BS, MS .... nám til ráðherra og tel að hæfilegt væri að innrita um 200 nema á önn í þetta 7 ára nám. (það stæði þó undir kostnaði).


Sjáfbær nýting nárrúru auðlinda....fyrir hverja

Í tilefni af umræðu um þorskinn álverin og fleira, þá fer maður að spá. Ef markmið veiðistjórnunar kerfisins okkar (kvótakerfisins) er sjálfbærar veiðar, þá er alveg morgunljóst að það er ekki að ná markmiðum sínum. Eftir 20 ár eru fiskistofnarnir á heljarþröm, og ef skoðuð eru opinberu línu og súluritin sem birt hafa verið virðist, umfarm veiðar síst hafa skaðað afkomu stofnana. En nú heyrast þau rök að ekki megi hrófla við þessu kerfi vegna þess að þá hættum við á að vera ekki talin veiða skv. sjálfbærri nýtingar stefnu. En er málið ekki í raun ef farið er eftir þessari veiðistýringu sem virðist ekki vera sjálfbær, erum við kannski að fórna stimplinum um sjálfbæra nýtingu fiskistofna.

Þá víkur að hinum málunum, ef við erum ekki tilbúin að nýta náttúruna á skynsamlegan hátt sveltum við, þannig að ekki er komist hjá að virkja osvf. ef halda á uppi vaxandi velsæld, hmmm. En það er hinsvegar annað mál hvort við eigum að ver ódýr orku uppspretta fyrir erlend stórfyrirtæki. Hvernig var með vetnið og margt fleira ?

Nei, við erum eins og dráttarhestar með spjöld við augun og ekkert er til nema ál.. og netþjónabú. Já það er ekki mikill munur þar á, því líklega er um stórar skemmur með fullt af tækjum, köplum og rafmagni að ræða í báðum tilfellum. En fyrir hverja ?

Þá er ráðið fólk í störf sem ekki hugnast okkar æsku að læra eða leggja fyrir sig, en það er nefnilega málið það vilja fæstir læra tækni tengdar greinar, frekar viðskiptafæði og græða í banka, en það á enginn að gera það tæknilega fært. Málið er að, álver, netþjónabú, ferðaþjónusta og margt annað sem verið er að reyna að byggja upp, að aðeins er um að ræða að ráða erlent vinnuafl til verkana, selja aðgang að ódýru umhverfis og náttúru vænu rafmagi, sem að auki má helst ekki virkja vega náttúruverndar !  

Er ekki kominn tími á að skoða hvað komandi kynslóðir vilja vinna við og hvernig við getum skapað skilyrði til að það gangi ?


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband