Tollar og vörugjöld tæki stjórnvalda til að eyða atvinnu lífi

Þetta er gott dæmi um sanngirni stjórnvalda í aðflutningsgjöldum, en þarna gerðist það fyrir nokkrum árum að mikið var flutt inn af Amerískum ,,lúxus" pallbílum sem síðan voru gjarnan notaðir til einkanota, þá var þessum vörugjöldum breytt, hinsvegar var ekki heildar dæmið skoðað, því þessir sömu bílar skila mun meiri tekjum og lengur til ríkisins í formi eldsneytis gjalda en aðrir. Fyrir vikið þá þurfa smiðirnir að vera á sendibíl og lyfta efninu upp á topp á staðinn fyrir á pallinn, sem skiptir ekki nokkru máli nema fyrir þá.

Hinsvegar er hitt málið sem er að fara mjög illa með verslun á Íslandi en það er málið að fyrirtæki og einstaklingar eru að fá sín hverja meðferðina á innflutningi. Sem dæmi er að ef ég kaupi LED ljós á netinu að utan greið ég oftast bara VSK en ef fyrirtækið mitt flytur þau inn er 15% vörugjald og jafnvel 7,5% tollur (fer eftir uppruna) þetta leggst síðan ofan á flutningana líka sem skipti ekki öllu máli hvað ég greiði fyrir þar sem tollstjóri áætlar þá eftir eigin reglum og gjarnan á hærra verði en hæstu tilboð sem maður fær í þann flutning, útkoman er varan er í innkaupi hjá fyrirtækinu orðin nokkuð dýrari en einstaklingurinn greiðir fyrir vöruna úr erlendri póstverslun. Ef myndin er einfölduð þá flytur tollurinn störf í verslun og þjónustu úr landi með þessari mismunun. Hér tek ég bara eina vöru tegund en sama gildir um stóran hluta af neyslu vöru fatnaði ofl.. Þetta er ekki bara jarm í kaupmönnum með gróðafíkn heldur erum við hægt og rólega að flytja verslunina úr landi.


mbl.is Misræmi í vörugjöldum atvinnubíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband