Umferðar aukning og vegirnir

Það er með ólíkindum að við íslendingar skulum bjóða öllum okkar erlendu gestum upp á vegi sem eru 6m breiðir (stika í stiku) með engum vegöxlum (köntum), einbreiðar brýr. Samkvæmt gögnum vegagerðarinnar er umferð á Mýrdalssandi í janúar síðastliðinn örlítið minni en húm var mest í júlí 10 árum áður, en vegurinn sá sami og ekki skánar ástandið þegar austar dregur. Á þessum vegur þurfa vöru-, fólksflutningar, landbúnaður, reiðhjólafólk og hvað annað sem á vegi má vera að komast slysalaust eftir þessari heimreið sem gengur undir nafninu hringvegur 1.

Ferðamenn sem okkur sækja heim greiða gríðalegar upphæðir í sköttum af eldsneyti sem í raun er ,,eyrnamerkt" vegakerfinu, en virðist klárlega ekki rata þangað. Hvað meigum við drepa marga með einbreiðum brúm og fáránlega mjóum vegum áður en að landið fær á sig neikæða ímynd sem áfangastaður. Gæti það kostað land og þjóð meira en lagfæringar á vegum, sem koma sjálfum okkur ekki síður vel ?

Byggjum brýr, þær þurfa ekki að vera hver um sig list eða byggingarsögulegt afrek, bara ódýr einföd brú dugir vel til að bjarga mannslífum, vegkantur sem hjólreiðafólk getur hjólað á og hægt er að stoppa á þegar eitthvað bjátar á skilar lika sínu í umferðar öryggi. Nýtum veggjaldið í það sem það er ætlað.


mbl.is „Þegar hagkerfið vex eykst umferðin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband