Gjáin milli landbyggðar og borgar stækkar

Viðsem búum utan sjúkrabíla færis frá LSH að erum annars flokks þegnar sem er hollara að ekkert bregði útaf hjá, í það minnsta þá bara í blíðviðri. Sjálfur hef ég lent í að vera sendur undir læknishedur til Akureyar þar sem Reykjavíkur flugvöllur var ófær, amk. var ekki slíkur vandi að ekki tæki að leysa hann á Akureyri,sem vekur upp þá spurnigu hvort ekki ætti að byggja þjóðar sjúkrahús þar það má rétt eins fjúga Reykvíkingum út á lans eins og í hina áttina !(nema náttúrulega að þeir vilja ekki hafa flugvöll).En það virðis ver helsta kappsmá ISAVIA að leggja niður alla flugvelli og flug á innalands leiðum.

Hisvegar er það ljóst að við sem erum háð sjúkraflugi erum í huga borgaryfirvalda og elítunar í Reykjavík réttlægri annað fólk, mér hrís hug við að misvitrir borgarfulltúar sem sjaldan fara út fyiri 101 geti hætt lífi og limum stórs hluta þjóðarinnar á þennan hátt. En það er komið fram að allar skýrslur og úttektir voru gerðar af hagmuna aðilum byggingar svæðisins við flugbrautar endann og ekki í samræmi vil alþjóða flugregluverk. Að Reykjavíkur flugvöllur verði fluttur er í besta falli pípu draumur þar sem enginn er til að greiða fyrir það, þessa 100-150 milljarða sem til þarf ekki hefur heldur fundist staður með fullnægjandi veður skylyrðum þar á ofan. Eru virkilega engin takmörk á ábygðar og virðingarleysi kjörinna fulltúa Reykjavíkur í garð landsbyggðar fólks sem halda uppi atvinnu í opinbera geiranum í Reykjavík ?

Ég er að komast á þá skoðun að Landsbyggðin verði að reka sitt eigið kerfi án Reykjavíkur, hætta að skila sköttum í borgina sem vill okkur feig stofna eigið fjármálakerfi og þannig fjársvelta borgina, amk. er ljóst að af okkar skatt greiðslum á landsbyggðinni er um 80% eytt í Reykjavík, sem segir mér að það eru hagsmunir Reykjavíkur að halda við okkur frið, það eru nokkur þúsund störf sem við höldum uppi í borginni.


mbl.is SV-hornið alveg lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Það er búið að vera áratuga "plan" stjórvalda á Íslandi að slátra landsbyggðinni. Þá skiptir engu máli um hvaða flokk er að ræða. Og það virðist ganga bara mjög vel, svona til lengri tíma litið. Þetta lið skilur ekki hvernig veðmæti verða til og kemur aldrei til með að skilja það. Ekki einusinni landsbyggðarþingmenn.

Ef eitthvert vit hefði verið í flugvallarmálinu. Þá hefði á sama tíma og þeir lokuðu fyrstu flugbrautinni í Reykjavík. Þá hefði á svipuðum tíma, menn verið að leggja lokahönd á nýjan flugvöll á öðrum stað. Það eina sem ég hef orðið var við nýjan flugvöll. Það var að það var stofnuð nefnd sem var fyllt af gjörsamlega gagnslausu háskólaliði að blaðra og bulla um akkúrat ekki neitt. Sem kostaði örugglega tugi miljóna fyrir skattborgara þessa lands.

Þjónusta hefur snarminnkað á landsbyggðinni, bæði í heilbrygðiskerfinu, bankaþjónustu og póstþjónustu svo eitthvað sé nefnt. Og það verður bara haldið áfram, þangað til allir gefast upp og flytja í bæinn. Og á hverju eigum við þá að lifa?

Steindór Sigurðsson (IP-tala skráð) 16.8.2016 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband