Hvað skiptir máli ? Verð á skinkubréfi eða vextir

Það er mjög einkennilegt hvernig hægt er að halda umræðunni um afkomu íslendinga í þvargi um samanburð á verði skinkubréfa, kjúklinga og þess háttar smámunum. Á meðan er hinn almenni borgari  að  greiða um þriðjungi hærra verð fyrir húsnæðið sem hann býr í bara vegna verðtryggingar og vaxta ! Í Svíþjóð eru um 3% vextir á húsnæðislánum og engin verðtrygging, ég skora á alla að fara sjálfir og nota lánareikni vél á net banka td. á landsbanki.is og reikna þar lánin á sínu húsi annarsvegar í íbúðalánum hins vegar til sama tíma sem skuldabréf m. 3% vöxtum og óverðtryggt. Ég setti að gamni inn 20 millj. til 25 ára á báða, staði skuldabréfs lánið kostar 27,6 millj. að borga og húsnæðislánið hjá bankanum 39 millj. þarna munar um 11 millj. á þessu láni sem er ekki ýkja hátt miðað við fasteigna verð. Hvað eru 11 milljónir eiginlega mikið ? Svari hver fyrir sig hve mörg árslaun það eru fyrir eða eftir skatta, en ef við komandi er með 250 þús á mánuði í heildarlaun er þetta hartnær 4 ára heildarlaum (44 mánuðir) og má leiða líkum að ef miða er við eftir skatt þá eru það öll laun í nærri 5 ár (57 mánuði).

Með það sem að ofan er ritað í huga, er það þá bara í góðu lagi að óstöðugur gjaldmiðill sem allir sem hafa aðstöðu og efni á eru að flýja og fylgjandi verðtrygging taka af okkur fleiri ára laun?

Hvaða máli skiptir verð á kjúklingum og skinku ???


Væri ekki ráð að taka ráð Björgólfs og taka upp Svissneska frankann, og losa við okur vexti og verðtryggingu !!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband