24.11.2008 | 12:47
Er okkur ekki nóg boðið !!!
Nú er að koma í ljós sem bóndinn sagði fyrir mánuði ,, Ætli þetta sé nema sprunga á mykjuhaugnum sem er farið að lykta úr ?" nú er skánin að brotna ! Fnykurinn af framferði stjórnvalda skilanefnda þeirra og öllu sópinu undir mottu er að verða óbærilegur. Nú eru skilanefndirnar önnum kafnar við að finna leiðir til að koma öllum fallít ævintýrunum í vasa fyrri eigenda td. BT og TM, og skilja sjálfsagt eitthvað af skuldum eftir í tilvonandi þrotabúi gamla bankans sem við þjóðin borgum síðan eins og þægir rakkar.
Nú til að setja punktinn yfir iið þá seljum við gömlu bankastjórunum Luxemborgar útibú bankanna sem er á allra vitorði að voru notaðir í öll umdeildustu bankaviðskipti auðmannanna (réttara sagt þjófa sem eru að stela margra ára þjóðar tekjum).
Á meðan þetta gerist í bakherbergjunum sjáum við sem lifðum og störfuðum á hefðbundinn hátt ,launamaður eða með smárekstur, eignir og rekstrar grundvöll heimila og fyrirtækja kippt undan okkur til að borga bömmerinn eftir þessa snillinga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.