23.11.2009 | 23:41
Við skiljum stefnu bankanna betur núna!
Er ekki enn komið dæmið með Jón og séra Jón. Við sjáum að Kaupþing ...ahh Aríon er alveg að vinna eftir ,,verklagsreglum bankans sem eru í samræmi við lög um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins, sem nýverið voru samþykkt á Alþingi", sem að því að virðist gilda bara um þá sem skulda óheylegar fjárhæðir, hvað mörgum venjulegum Jónum býðst að kokka upp svona plön og tilboð með huldumönnum. Það er ljóst fæstum stendur það til til boða að endursemja allar sínar skuldir, en að því að manni skilst þá þarf meðal Jóninn annað hvort að standa í skilum eða vera kominn í gjaldþrotameðferð til að fá nokkru breytt, og þá er ekkert mark tekið á álfum og huldufólki. Það er að vísu smá jafnræði í að 1998. kennitala feðganna er á gjaldþrotastiginu.
En það sem í raun fer í manns fínustu er að þarna er fyrirtæki sem er orðið svo óeðlilega stórt á markaði að það er komið á þá stöðu að gera eins og heilög Jóhanna, skattleggja lýðinn fyrir bömmernum. Þá er bara heiðarlegra að láta það fara á hausinn og selja í pörtum þjóðinni til heilla og skatta lækkunar. Svo ekki sé minnst á að þeir hafa í raun skattlagt um 40% þjóðarinnar að eigin geðþótta um ára bil, með þvingunum á framleiðendum og birgjum en ekkert sparað í sinn vasa.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
100% sammála
S. Einar Sigurðsson, 6.12.2009 kl. 14:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.